12.11.05
Þá er viðburðaríkum degi að ljúka. Gunna fór að finna verki í nótt, við vorum komin upp á fæðingardeild upp úr sjö í morgun og <A HREF=http://www.bjossi.net/gallery/krili/>dóttirin</A> var fædd upp úr fjögur í eftirmiðdaginn. Það er lygasögu líkast hvað þetta gekk allt saman vel fyrir sig. Stelpan var ekki par hrifin af meðferðinni og orgaði eins og stunginn grís strax eftir að hún kom út. Hún var þó ekki lengi að taka okkur í sátt. Þetta er algjör engill. Án nokkurs efa fallegasta barn sem sést hefur og það þægasta líka. Gunna þarf að vera á sængurkvennadeild í nótt með krílið, þannig að ég var sendur einn heim að setja inn <A HREF=http://www.bjossi.net/gallery/krili>myndir</A> og blogga um herlegheitin. Fæðingarorlofið byrjaði formlega á föstudaginn, kannski ég hafi tíma til bloggskrifa milli bleyjuskipta.
2.11.05
<div class="HexiaImage"><a href="http://www.bjossi.net/blog/20051102193532011.jpg"><img src="http://www.bjossi.net/blog/20051102193532011.jpg" height="240" border="0" /></a></div><div class="HexiaTrailer">Myndina sendi Gunna<br />Sent með <a href="http://www.hexia.net">Hexia.net</a><br /></div>
22.9.05
Við Gunna erum búin að vera að stússa í fæðingarorlofsmálum. Það er ekki auðvelt að skilja þessar reglur allar. Það furðulegasta í þessu er að útborgað orlof miðast við laun almanaksárin 2003 og 2004. Laun í janúar 2003 hafa áhrif á hvað ég fæ í orlof í janúar 2006, þremur árum seinna. Þetta verður vonandi lagað áður en við komum með fleiri krakka í heiminn. Ég ákvað líka í tilefni af þessu stússi að ganga í verkalýðsfélag. Stéttarfélag Tölvunarfræðinga varð fyrir valinu, og er búinn að biðja Iðnaðarráðuneytið um leyfi til að kalla mig tölvunarfræðing. Ég fann meira að segja prófskírteinið mitt frá Skövde. Íslandsmeistaramót í Carcassonne og Katan um helgina. Ég held að ég passi þetta árið. Það er samt aldrei að vita með Carcassonne. Veturinn er kominn á Íslandi, Bandaríkin eru að fjúka út á Ballarhaf, og Breskir hermenn reyna að sprengja Basra í oft upp. Heimurinn versnandi fer.
Við Gunna erum búin að vera að stússa í fæðingarorlofsmálum. Það er ekki auðvelt að skilja þessar reglur allar. Það furðulegasta í þessu er að útborgað orlof miðast við laun almanaksárin 2003 og 2004. Laun í janúar 2003 hafa áhrif á hvað ég fæ í orlof í janúar 2006, þremur árum seinna. Þetta verður vonandi lagað áður en við komum með fleiri krakka í heiminn. Ég ákvað líka í tilefni af þessu stússi að ganga í verkalýðsfélag. Stéttarfélag Tölvunarfræðinga varð fyrir valinu, og er búinn að biðja Iðnaðarráðuneytið um leyfi til að kalla mig tölvunarfræðing. Ég fann meira að segja prófskírteinið mitt frá Skövde. Íslandsmeistaramót í Carcassonne og Katan um helgina. Ég held að ég passi þetta árið. Það er samt aldrei að vita með Carcassonne. Veturinn er kominn á Íslandi, Bandaríkin eru að fjúka út á Ballarhaf, og Breskir hermenn reyna að sprengja Basra í oft upp. Heimurinn versnandi fer.
20.9.05
Ég er að skrifa of mikið um bíla og of lítið um allt annað. Bílar eru ágætir í hófi, en það er margt annað í gangi í heiminum. Um helgina fór ég í réttir í fyrsta skipti síðan ég var smá gutti, þökk sé Gunnu. Í þetta skiptið náði ég heilli rollu. Hún var meira að segja með rétt mark. Einar bróðir og Ester hin ungverska fengu að fljóta með og stóðu sig mun betur. Réttir tíðkast ekki í Ungverjalandi, þannig að ferðin vakti mikla lukku. Í íbúðinni mjakast allt áfram. Veggfóðursborðinn í barnaherbergið fór upp fyrir nokkru síðan, og það eru komnar flísar á forstofuna. Ég á ennþá eftir að klára spartl- og málningarvinnu. Spartl er skemmtilegt orð yfir skemmtilegt efni. Bara að maka þessu á vegginn og allar ójöfnur hverfa. Eða alla veganna sumar. Svo málar maður yfir restina.
14.9.05
Skódinn er loksins orðinn íslenskur ríkisborgari, Aðalskoðun var sátt við ástandið og einhver skoðunarguttinn skrúfaði númerin faglega á bílinn. Það var líka gaman að sjá undirvagninn á bílnum í fyrsta skipti almennilega. Þetta er nýr bíll og undirvagninn glansar ennþá af hreinlæti. Það er engin ryðvarnardrulla undir bílnum, sem er sennilega bara <A HREF=http://www.leoemm.com/rydvorn.htm TARGET=_top>hið besta mál</A>. Ladan er hins vegar ekki eins kát. Á leið í vinnuna á mánudagsmorgun breyttist lyktin af sviðnu plasti í reyk frá brenndu plasti. Það er ekkert sérstaklega gaman að keyra þegar rýkur úr stýrinu, þannig að ég lagði fáknum við Víðistaðaspítala sendi Gunnu neyðarkall. Um kvöldið fór ég síðan á staðinn, skipti um hitt geymasambandið og reyndi að komast að því hvaðan reykurinn kom. Ég fann engan sökudólg, en ég held að alternatorinn sé örugglega ónýtur eftir þetta allt saman. Svo er útleiðsla einhvers staðar í rás 10, sem innifelur flautu og einhver ljós. Þetta þarf allt að rannsaka.
Skódinn er loksins orðinn íslenskur ríkisborgari, Aðalskoðun var sátt við ástandið og einhver skoðunarguttinn skrúfaði númerin faglega á bílinn. Það var líka gaman að sjá undirvagninn á bílnum í fyrsta skipti almennilega. Þetta er nýr bíll og undirvagninn glansar ennþá af hreinlæti. Það er engin ryðvarnardrulla undir bílnum, sem er sennilega bara <A HREF=http://www.leoemm.com/rydvorn.htm TARGET=_top>hið besta mál</A>. Ladan er hins vegar ekki eins kát. Á leið í vinnuna á mánudagsmorgun breyttist lyktin af sviðnu plasti í reyk frá brenndu plasti. Það er ekkert sérstaklega gaman að keyra þegar rýkur úr stýrinu, þannig að ég lagði fáknum við Víðistaðaspítala sendi Gunnu neyðarkall. Um kvöldið fór ég síðan á staðinn, skipti um hitt geymasambandið og reyndi að komast að því hvaðan reykurinn kom. Ég fann engan sökudólg, en ég held að alternatorinn sé örugglega ónýtur eftir þetta allt saman. Svo er útleiðsla einhvers staðar í rás 10, sem innifelur flautu og einhver ljós. Þetta þarf allt að rannsaka.
7.9.05
Steinunn ljósmóðir var heimsótt í dag. Það er að sjálfsögðu allt í himnalagi með Gunnu og kríli. Næsta skoðun verður eftir tvær vikur, og svo fer bara að styttast í þetta. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Mér var síðan boðið í flugtúr eftir vinnu í dag. Það er ekki amalegt, sérstaklega ekki í svona flottu veðri. Tollurinn er búinn að taka vörugjald og virðisauka af skódanum, nú vantar bara að sækja íslensku númerin. Það styttist í að SCQ-952 verði SP-716.
Steinunn ljósmóðir var heimsótt í dag. Það er að sjálfsögðu allt í himnalagi með Gunnu og kríli. Næsta skoðun verður eftir tvær vikur, og svo fer bara að styttast í þetta. Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Mér var síðan boðið í flugtúr eftir vinnu í dag. Það er ekki amalegt, sérstaklega ekki í svona flottu veðri. Tollurinn er búinn að taka vörugjald og virðisauka af skódanum, nú vantar bara að sækja íslensku númerin. Það styttist í að SCQ-952 verði SP-716.
6.9.05
Ladan er komin heim, það er draumur að keyra þenna bíl miðað við Fordinn sem ég er að skrölta á dags daglega. Nú þarf ég bara að koma rafmagninu í lag. Mér sýnist að alla veganna annað geymasambandið sé orðið lélegt, hugsanlega bæði. Það er að minnsta kosti góð byrjun. Svo er ennþá einhver lykt af bráðnu plasti í bílnum, ég þarf að komast að því hvaðan hún kemur. Í gær byrjaði ég líka að raða bókum í hillur. Það verður gaman að geta farið að nota skrifstofuna/bókaherbergið/gestaherbergið sem eitthvað annað en ruslageymslu.
Ladan er komin heim, það er draumur að keyra þenna bíl miðað við Fordinn sem ég er að skrölta á dags daglega. Nú þarf ég bara að koma rafmagninu í lag. Mér sýnist að alla veganna annað geymasambandið sé orðið lélegt, hugsanlega bæði. Það er að minnsta kosti góð byrjun. Svo er ennþá einhver lykt af bráðnu plasti í bílnum, ég þarf að komast að því hvaðan hún kemur. Í gær byrjaði ég líka að raða bókum í hillur. Það verður gaman að geta farið að nota skrifstofuna/bókaherbergið/gestaherbergið sem eitthvað annað en ruslageymslu.
|